24 Apr

Lay Low á Rósenberg

A surprise show at Café Rósenberg, Reykjavík on the 3rd of May.
Ticket sales start on the 25th of April on midi.is


Tónlistarkonan Lay Low ætlar að slá í eina tónleika með stuttum fyrirvara á Café Rósenberg laugardagskveldið 3. maí. Þar sem hún mun spila eldra efni í bland við það nýja.

Lay Low er á fullri ferð að vinna að útgáfu nýútkominnar plötu, Talking About the Weather á erlendri grundu. Í ljósi þessa kemur út þann 1. maí nýtt myndband við lagið Our Conversations sem fer samhliða í útgáfu alþjóðlega. Myndbandið við lagið var unnið í Berlín af Rut Sigurðardóttur og Dalia Catel.

Hljómsveitina skipa:
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir – söngur, gítar og bassi
Birkir Rafn Gíslason (Singledrop) – gítarar og bassi
Bassi Ólafsson (Benny Crespo’s Gang, Kiriyama Family) – trommur og bassi

Strax eftir helgina heldur Lay Low og hljómsveit á vit ævintýranna og koma fram á tvennum tónleikum í London og á The Great Escape Festival í Brighton ásamt því að vera að leggja í þó nokkra tónleika erlendis á næstu misserum.

———-

Miðverð verður í lágmarki, aðeins 1.900 krónur og hefst miðasala á midi.is þann 25. apríl.
Þeir sem eru tónleikaþyrstir, ekki slóra, það er mjög takmarkað magn af miðum í boði.